Þennan kjúklingarétt gerði ég eftir að hafa séð svipaða uppskrift á netinu að kjúklingarétti með sólþurrkuðum tómötum og rjómaosti. Ég aðlagaði réttinn að mínum þörfum og skipti rómaosti út fyrir 11% Philadelphia ost og piparost. Þetta er mjög einfaldur réttur sem
Kjúklingalærin eru krydduð með góðu kjúklingakryddi og sett í eldfast mót ásamt nokkrum sneiðum af sólþurrkuðum tómötum og ca. 2 msk af olíunni með tómötunum. Lærin eru bökuð í ofni við ca. 200°C í ca. 30 mínútur eða þar til þau eru fullelduð.
Á meðan kjúklingurinn er í ofninum er grænmetið steikt á pönnu við meðalhita. Ég notaði 1 gulan lauk, 1 gula paprikku og 1 poka af gulrótum sem í voru um 10 meðalastórar gulrætur. Ég flysjaði laukinn og gulræturnar og skar svo allt grænmetið í hæfilega stóra bita svo það væri auðvelt að steikja það. Grænmetið mallaði á pönnunni við meðalhita í um 15 mínútur.
Sósan er gerð úr mjólk, 11% Philadelphia osti og piparosti. Allt hitað í litlum potti og kryddað með Herbamare salti og svoldið vel af svörtum pipar. Fyrst set ég mjólkina í pottinn ásamt smurostinum þannig að nokkuð jöfn sósa myndast og svo bæti ég piparostinum út í lokin. Ef sósan er of þykkt er hægt að bæta við meiri mjólk eða heitu vatni.
Minn skammtur í kvöldmat var svona:
- 80 g kjúklingur
40 g mjólk
10 g Philadelphia ostur (11%)
10 g piparostur - 360 g grænmeti og tómatar