Klassísk BLT kjúklingasamloka er ein af mínum uppáhaldssamlokum. BLT stendur að sjálfsögðu fyrir bacon, lettuce and tomatoes eða beikoni, káli og tómötum upp á íslenskuna.
Þessi er frábær í hádeginu og ekkert mál að taka með í nesti.
Brauðsneiðin er gerð úr 40 g kímbrauði sem ég geri hreinlega í örbylgjuofni.
Salatið sjálft inniheldur svo:
- 60 g kjúkling
- 40 g beikon
- 10 g grísk jógúrt
- 15 g mæjónes
- salt og pipar eftir smekk
- 160 g tómatar og kál eða salatblanda