Fór með syni mínum á American style og fékk mér Green Chick kjúklingasalat.
Ég fékk alveg ágætissalat en þeir gætu gert miklu betur í að bjóða upp á aðra valkosti en brauð, franskar eða bakaða kartöflu. Salötin eru fín en þau innihalda einhver kolvetni á borð við brauðteninga og svo grunar mig að sósan sem fylgi með innihaldi sykur eða hunang. Smakkaði með litla fingri á sinnepssósunni sem fylgdi með Green Chuck salatinu og hún var ansi sæt. Ég bað um að sleppa brauðteningunum og var ekkert mál.
Ég bað ekki um að maturinn væri vigtaður svo ég veit ekki hvort þau bjóða upp á það. Ég er yfirleitt með allar græjur með mér í töskunni til að redda svoleiðis málum.