Salat með brie osti, feta og kavíar

Ég fékk innbláturinn fyrir þessu salati á veitingahúsi í New York. Þar pöntuðum við okkur ostabakka sem kom með alls konar gúmmelaði s.s. brauði, osti, salati og kavíar. Þar sem ég vildi ekki brauðið þá endaði ég á að borða bara salatið og ostinn með kavíar sem var algjört æði.

Það er líka ótrúlega fljótlega að skella þessu saman og það þarf ekkert að elda. Salatið sem ég notaði er einhverk góð salatblanda úr poka, yddaði gulrót yfir og svo bætti svo 40 g brie osti, 20 g feta og 20 g kavíar ofan á.

Skammtur: 

  • 240 g grænmeti
  • 40 g brie ostur + 20 g feta + 20 g gráslepppukavíar
  • 30 g kímbrauð
  • 25 g góð olía t.d. avókadóolía eða ólífuolía

image

image

Leave a Comment